Við enda á Dísaborgum er opið svæði og útsýnishæð. Þar er gamall steyptur stólpi sem væri upplagt að setja útsýnisskífu á. Það er þónokkuð af rusli og enginn stígur að hæðinni. Þetta má laga, setja stíg og hreinsa til og gæta jafnframt að því að óhreyfður móinn þarna og grjót fái að njóta sín. Það mætti einnig koma fyrir bekk/bekkjum á haganlegan hátt.
Þarna er útsýni í átt að Snæfellsjökli og allan hringinn, fallegt sólarlag, stjörnuhiminn, norðurljós og borgarljósin. Gott að finna staði þar sem ljósmengun truflar minna stjörnuskoðun og norðurljós. Það þarf ekki mikið til til að gera þessa hæð að frábærum stað til að njóta náttúrunnar enn betur og vera fræðandi um leið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation