Skátaheimilið við Hólmgarð

Skátaheimilið við Hólmgarð

Í hjarta smáíbúðahverfisins stendur falleg bygging, þar sem Garðbúar skátafélag eru m.a með aðstöðu. Fyrir framan skátaheimilið hefur safnast rusl á ónýtri stétt norðanmegin. Á baklóð hússins standa mjög sjúskaðir geymsluskúrar , með engum rúðum eða brotnum. Húsið er orðið vel útkrotað og stígur sem liggur meðfram húsinu vestan megin er svo gott sem ónýtur. Gera þarf við stéttina fyrir framan hvorki vagnar né hjól komast leiðar sinnar. Með vonum um að með betra aðgengi verði betri umgengni

Points

Væri gaman að fá líf í Hólmgarðinn. Styð Kaffi-Aust tillögu.

Kjörið að laga húsið..jafnvel koma með kaffihús eða bakarí frábær staðsetning! Kaffi Aust!!

Stétt fyrir framan húsið er ónýt og hvorki fær reiðhjólum né barnavögnum. Með betra aðgegni batnar kannski umgengni

Húsið er frá þeim tíma þegar verslanir voru í öllu hverfum. Sá tími er liðinn en nú myndi sóma sér þarna starfssemi sem dregur fólk úr og að hverfinu; matarmarkaður kaffihús. Til þess að gefa því nýtt líf á gömlum grunni þarf að kosta til viðhalds þess en þá myndi það sóma sér vel í þessari bráðfallegu götu með steyptu upprunalegu grindverkunum. Hlutur borgarinnar væri að liðka fyrir að garðinn á móti mætti nýta í tengslum við starfsemi í húsinu á góðviðrisdögum.

Þetta hús er engan veginn í takti við húsin í hverfinu sem mörg hver hafa fengið góða andlitslyftingu. Nægt er plássið og annað hvort þarf að gera við þessa byggingu og finna not fyrir hana, eða þá að rífa og byggja nýtt. Það væri þó synd, því margar góðar minningar fylgja húsinu. Og að sjálfsögðu þarf lóðin að fylgja með - rífa skúrana og laga stéttar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information